Erlent

Þýska þingið samþykkir samkomulag við Grikki

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel er 61 árs gömul í dag.
Angela Merkel er 61 árs gömul í dag. Vísir/AFP
Mikill meirihluti þýskra þingmanna greiddi atkvæði með því að hefja viðræður um að veita Grikkjum 86 milljarða evra neyðarlán fyrr í dag.

439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 119 gegn, en fjörutíu sátu hjá.

Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Angela Merkel Þýskalandskanslari við glundroða, samþykkti þingið ekki samkomulagið.

Gríska þingið greiddi á miðvikudagskvöldi atkvæði með samkomulaginu. Franska þingið samþykkti einnig samkomulagið á miðvikudag, og hið austurríska fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×