Lífið

Snæbjörn berst fyrir sjálfstæði Bryggjuhverfisins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nýr þáttur úr gamanþáttaröðinni Efri Stéttinni er lentur á Vísi. Er þetta annar þáttur af tíu í þáttaröðinni en síðasti þáttur Efri Stéttarinnar, sem frumsýndur var fyrir rúmri viku, naut mikilla vinsælda.

Í fyrsta þættinum kíkti Efri Stéttin meðal annars í Bryggjuhverfið og vakti sú heimsókn mikla athygli. Áhorfendur fá meira af þessu stórkostlega hverfi í nýja þættinum þar sem Snæbjörn fylgir í fótspor langafa síns og reynir að berjast fyrir sjálfstæði Bryggjuhverfisins.

Á bak við Efri Stéttina er einn ferskasti grínhópur landsins. Meðlimir hans voru áður í skemmtiþættinum 12:00 í Verzlunarskólanum og vöktu mikla athygli síðasta vetur fyrir vel heppnuð lög og myndbönd og sprenghlægileg atriði.

Þættirnir verða sýndir vikulega fram í september og frumsýndir á föstudögum hér á Vísi.

Sjá einnig: Frumsýning: Skemmtiþátturinn Efri Stéttin mætt á Vísi.

Þau sem skipa Efri Stéttina eru Árni Steinn Viggósson, Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn. Birna María, betur þekkt sem McBibba reyndar fjarri góðu gamni í þessum öðrum þætti þar sem hún er í Bandaríkjunum að leika sér.

Meðlimir Efri Stéttarinnar eru mjög virkir á samfélagsmiðlum og hvetjum við lesendur til að fylgjast einnig með þeim á Instagram, Twitter, Facebook og á Snapchat (efristettin).


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×