Innlent

Hjólreiðamaðurinn í upptökum á myndbandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá að hjólreiðarmaðurinn var í húðlituðum galla.
Hér má sjá að hjólreiðarmaðurinn var í húðlituðum galla. Mynd/Jón Atli/Pjetur
Nakti maðurinn sem sást hjóla um miðbæinn í dag var við upptökur á umferðaröryggismyndbandi fyrir Félag íslenskra bifreiðareigenda. Þá var maðurinn ekki nakinn heldur í húðlituðum galla. Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í dag að tilkynnt hefði verið um nakinn mann og var hans leitað af lögregluþjónum.

Maðurinn sást hjóla fram hjá Austurvelli þar sem fjöldi fólks hafði komið saman vegna brjóstabyltingarinnar svokölluðu. Hann var eltur af fjórhjóli, en á því sat myndatökumaður.

Sjá einnig: Allsber maður á hjóli á Austurvelli tilkynntur til lögreglu

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að búið hafi verið að ákveða með löngum fyrirvara að taka ætti upp myndbandið í dag.

Myndbandinu er ætlað að tækla hluta umferðarmenningar okkar sem Runólfur segir að sé í raun fyrir neðan allar hellur. Slysum hafi fjölgað gífurlega hjá fólki á hjólum og mótorhjólum í umferðinni. Tökurnar í dag voru hluti af alþjóðlegu átaki sem snýr að því að fólk hafi augun hjá sér varðandi hjólreiðafólk.

„Vonandi hefur þetta jákvæð áhrif. Tilgangurinn er góður og gengur út á að auka öryggi vegfarenda í umferðinni. Hjólreiðamenn þurfa ekki að vera naktir til að þeim sé veitt athygli. Það þarf að vera með athygli á umferðinni og passa upp á blindu blettina á hliðarspeglunum,“ segir Runólfur.

Á vef Mbl segir að lögreglunni hafi verið gert grein fyrir upptökunum fyrir fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×