Lífið

Eiður Smári meira ghetto en Gylfi Þór

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður Smári tók keppnina á lokaspurningunni.
Eiður Smári tók keppnina á lokaspurningunni. vísir/getty
Knattspyrnukapparnir Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Bolton, og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, og tóku þátt í dagskrárliðunum Ghetto-betur í þættinum FM95BLÖ á föstudaginn.

Ghetto-betur er ávallt í umsjón Steinda Jr. en þar fjalla spurningarnar um lífið í ghettoinu. Eiður Smári keppti fyrir hönd neðra Breiðholtsins og Gylfi Þór fyrir hönd Setbergsins í Hafnarfirði.

Svo fór að Eiður Smári vann keppnina fyrir hönd neðra Breiðholtsins.

Útvarpsþátturinn FM95BLÖ er alla föstudaga milli fjögur og sex á útvarpsstöðinni FM957 í umsjón Auðuns Blöndal en hlusta má á keppnina hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×