Innlent

Metro notar svínakjöt í ostborgarann og heimsborgarann vegna verkfalls

Birgir Olgeirsson skrifar
Verkfall félagsmanna BHM í Dýralæknafélagi Íslands hefur haft veruleg áhrif á veitingastaði landsins og er nú svo komið að skyndibitastaðurinn Metro getur ekki boðið upp á nautakjöt í ostborgarana sína og heimsborgarann.

Hefur veitingastaðurinn tilkynnt viðskiptavinum sínum að notast sé við svínakjöt í ostborgarann, sem er lítill hefðbundinn ostborgari,  og heimsborgarann, sem er tvöfaldur borgari, en engum sögum fer af því hvernig sú nýbreytni smakkast, eflaust ágætlega.

Greint var frá því í síðustu viku að skortur væri á ferskum kjúklingi í landinu og sagði Vísir til að mynda frá því að kjúklingurinn væri að klárast á KFC, og voru margir aðdáendur þess staðar slegnir yfir fréttunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×