Innlent

Vill vita hver studdi ákvörðun um að halda aftur launum ljósmæðra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra vegna ákvörðunar um að takmarka launagreiðslur ljósmæðra.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra vegna ákvörðunar um að takmarka launagreiðslur ljósmæðra. vísir/vilhelm
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra vegna ákvörðunar um að takmarka launagreiðslur ljósmæðra. Vill þingmaðurinn meðal annars vita af hverjum ákvörðunin var studd og hverjir hefðu getað komið í veg fyrir eða takmarkað þessa skerðingu á launum.

Fyrirspurnin, sem er í þremur liðum, er lögð fram í kjölfar fréttar RÚV um að Fjársýsla ríkisins hafi haldið eftir sextíu prósentum af launum ljósmæðra um mánaðarmótin, þrátt fyrir að þær hafi einungis verið í tvo daga í verkfalli.

Spyr hvort vextir leggist á launin

Jón Þór óskar eftir upplýsingum um hversu miklar launaskerðingarnar voru og á grundvelli hvaða laga, reglna, reglugerða eða annarra réttarheimilda launagreiðslurnar voru takmarkaðar, í hverju tilfelli fyrir sig.

Þá spyr hann hvernig og hvenær ljósmæður geti sótt laun sín til ríkisféhirðis auk þess sem hann vill vita hvort vextir leggist á laun sem haldið var eftir og hvort ríkið muni hafa frumkvæði af því að bæta ljóðsmæðrum skaðann sem af aðgerðunum hlaust fyrir fjárhag heimila þeirra.

Óskar hann eftir skriflegu svari frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×