Lífið

Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Séð og heyrt birti myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple.
Séð og heyrt birti myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple.
Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir gagnrýna Séð og Heyrt harðlega í sameiginlegri yfirlýsingu sem þær hafa birt á Facebook. Tilefnið er umfjöllun blaðsins undir fyrirsögninni „Flottustu femínistabrjóstin“.

Umfjöllunin snérist um brjóstamyndir sem þær birtu af sjálfum sér sem liður í #freethenipple. Í henni sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur að vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“

Í yfirlýsingunni, sem er háðsk, segjast þær þakka fyrir auðsýndan heiður. „Það er frábært að fá þessa viðurkenningu á þessum merkilegu tímum. Viðurkenningin er marglaga og sérstaklega gleðilegt að femínistatussurnar þyki þokkafullar,“ segir í yfirlýsingunni. „Svona getur ólíkt fólk mæst á forsendum fegurðar og margbreytileika mannslíkamans. Spenar mæðraveldisins biðja að heilsa.“

Í yfirlýsingunni segjast þær kaldhæðnislega bíða spenntar eftir listanum „flottustu menntaskólafemínistabrjóstin“. „Einhver þarf líka að standa fyrir hlægilegum tilraunum til að niðurlægja krakka,“ segja þær.

Eiríkur Jónsson og hans fólk á Séð og heyrt er svo sæmt titlinum „hugrökkustu riddarar feðraveldisins“ í yfirlýsingunni, sem birt er í heild sinni hér fyrir neðan.

Þetta gerðist: sedogheyrt.is /flottustu-feministabrjostin/Við gömlu tuskurnar þökkum auðsýndan heiður. Það er frábært...

Posted by María Lilja Þrastardóttir on Saturday, April 4, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×