Lífið

Jon Snow er hræðilegur matargestur - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Jon Snow féll í fyrstu ekki í kramið hjá vinum Seth Meyers.
Jon Snow féll í fyrstu ekki í kramið hjá vinum Seth Meyers.
Jon Snow úr Game of Thrones, virðist vera einhver versti matargestur sem fyrirfinnst. Þrátt fyrir að reyna að eignast nýja vini gengur bastarðinum ekki vel að ganga í augun á hinum matargestum Seth Meyers.

Hann kemst ekki hjá því að draga andann úr fólki með grimmilegum sögum frá Westeros og frásögnum af morðum og skrímslum.

Leikarinn Kit Harington var gestur Seth í þættinum Late Night á dögunum og gerðu þeir félagar sketsinn sem sjá mér hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×