Leikjavísir

Destiny besti leikurinn á Bafta verðlaununum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísindaskáldsögu-skotleikurinn Destiny, sem framleiddur er af Bungie, var valinn besti leikur ársins á BAFTA Games Awards verðlaunahátíðinni í gær. Alls voru 51 leikur tilnefndur í 17 flokkum.

Aðrir leikir sem tilnefndir voru sem besti leikurinn voru: Monument Valley, Mario Kart 8, Middle-earth: Shadow of Mordor, Dragon Age: Inquisition, og Alien: Isolation.

Útlistun á sigurvegurum og tilnefningum má sjá hér á heimasíðu BAFTA verðlaunanna.

Smærri leikjaframleiðendur stálu þó senunni í gær og fengu fjölda verðlauna fyrir leiki í snjalltækjum og svokallaða indie leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×