Erlent

Bjartsýnn á að takist að semja um lánapakka Grikkja

Atli Ísleifsson skrifar
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja. Vísir/AFP
Vonir standa til að takist að semja um skuldbindingar Grikkja vegna neyðaraðstoðar ESB á mánudaginn. Þetta er haft eftir fjármálaráðherra Grikkja, Yanis Varoufakis, sem segir að viðræður hans og annarra fjármálaráðherra evruríkjanna hafi verið mjög góðar.

Ráðherrarnir komu saman í Brussel í dag. Í frétt BBC kemur fram að Jeroen Dijsselbloem, formaður evruhópsins, segi að viðræðurnar hafi verið ákafar og uppbyggjandi.

Grikkir vilja endursemja um lánapakkann, en fulltrúar ESB hafa sagt að Grikkir verði að standa við gefnar skuldbindingar.

Helstu lánadrottnar Grikklands eru Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×