Íslenski boltinn

Blikar fengu bikar í Kórnum | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ellert Hreinsson kemst framhjá Ólafi Karl Finsen og Atla Jóhannssyni í leiknum.
Ellert Hreinsson kemst framhjá Ólafi Karl Finsen og Atla Jóhannssyni í leiknum. vísir/ernir

Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolti.net-mótsins og fékk því fyrsta bikar ársins í fótboltanum, en í mótinu spila lið úr efstu tveimur deildum Íslandsmótsins utan Reykjavíkur.

Blikar unnu leikinn, 2-1, með mörkum Arnþórs Ara Atlasonar og Arnór Sveins Aðalsteinssonar, en Veigar Páll Gunnarsson, sem hefur Pepsi-deildina í leikbanni, skoraði fyrir Íslandsmeistarana.

Arnór Ari kom Breiðabliki yfir með skallamarki á 35. mínútu, en á 58. mínútu jafnaði Veigar Páll metin. Hann fylgdi þá eftir skoti Þórhalls Kára Knútssonar sem Gunnleifur Gunnleifsson varði.

Aðeins fimm mínútum síðar féll Kári Ársælsson, miðvörður Breiðabliks, í teignum í baráttunni við Brynjar Gauta Guðjónsson, nýjan liðsmann Stjörnunnar, og Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, benti umsvifalaust á punktinn.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, sem bar fyrirliðaband Breiðabliks í leiknum, lét Svein Sigurð Jóhannesson verja frá sér, en hann fylgdi eftir sjálfur og skoraði sigurmarkið.

Stjarnan sótti stíft undir lokin og var gamli maðurinn í markinu, Gunnleifur Gunnleifsson, betri en enginn fyrir Blikaliðið. Hann varði tvö dauðafæri og svo skutu Garðbæingar einnig í stöngina. Þar var að verki Pablo Punyed. Þá var skalli Ólafs Karls Finsen varinn á línu.

Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Breiðablik vinnur Fótbolti.net-mótið, en Stjarnan vann það í fyrra og fylgdi því eftir með Íslandsmeistaratitli.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið. vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.