Handbolti

Túnismenn björguðu mótinu á lokamínútunum - útlitið svart hjá Bosníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Bosníumenn misstu frá sér sigurinn og væntanlega sæti í sextán liða úrslitum þegar liðið tapaði með þriggja marka mun á móti Túnis, 27-24, á HM í handbolta í dag.

Túnismenn, hefðu verið úr leik með sigri, en komu til baka í blálokin og tryggðu sér sigurinn með því að skora fimm síðustu mörk leiksins.

Túnis hefur nú einu stigi meira en Bosnía fyrir lokaumferðina en á móti Bosníumenn mæta Króötum þá eiga Túnismenn eftir að spila við Íran, lélegasta liðið í B-riðlinum. Túnismenn ættu að eiga tvö stig vís og þar með sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar.

Túnis komst í 3-0 í byrjun leiks, var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og leiddi með einu marki í hálfleik, 15-14.

Túnismenn voru fjórum mörkum yfir, 19-15, eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik en þá fóru Bosníumenn að vinna sig inn í leikinn.

Bosníska liðið breytti stöðunni úr 20-22 í 24-22 með frábærum sjö mínútna kafla og voru í frábærum málum þegar sex mínútur voru eftir.

Þá fór allt í baklás, Bosníumenn misstu meðal annars tvo menn af velli í tvær mínútur og leikur liðsins hrundi á lokamínútunum,

Túnisliðið skoraði síðustu fimm mörkin, tryggði sér sigur og hélt sér um leið á lífi í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×