Handbolti

Frakkar upp að hlið Svía á toppi okkar riðils

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Frakkar unnu sex marka sigur á Alsír, 32-26, í fjórða leik sínum á HM í handbolta og eru með jafnmörg stig og Svíar í efsta sæti riðilsins.

Frakkar og Svíar mætast í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sigurinn í C-riðlinum.

Michaël Guigou skoraði sjö mörk þar af fjögur á lokasprettinum þegar franska liðið tryggði sér endanlega sigurinn í leiknum. Messaoud Berkous skoraði 11 mörk fyrir Alsír en það var ekki nóg.

Franska landsliðið komst í 2-0 og 6-3 í upphafi leiks og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 19-12.

Alsíringar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í 19-16 og svo enn frekar í eitt mark þegar hálfleikurinn var hálfnaður.

Þá komu fimm frönsk mörk í röð og leikurinn var nánast búinn enda Frakkar sex mörkum yfir, 29-23, og bara sex mínútur voru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×