Handbolti

Rúnar og Tandri Már á heimleið

Rúnar fær ekki tækifæri í Katar.
Rúnar fær ekki tækifæri í Katar. vísir/vilhelm
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari er búinn að skera leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn.

Rúnar Kárason og Tandri Már Konráðsson yfirgefa landsliðshópinn í dag. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar mun Guðmundur Árni Ólafsson einnig missa sæti sitt í hópnum en hann verður þó með í leiknum gegn Dönum í dag. Þá standa eftir sautján og þeir fara allir til Katar.

Guðjón Valur Sigurðsson er ekki enn kominn til móts við landsliðið og verður því ekki með í Danaleiknum sem fram fer í Álaborg.

Leikurinn gegn Svíum í gær var síðasta tækifæri til þess að sanna sig því Aron tók ákvörðun um hópinn í kjölfarið.

Rúnar Kárason staðfesti á Instagram í morgun að hann væri á heimleið ásamt svila sínum, Tandra Má Konráðssyni.

Þessir standa eftir:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Aron Pálmarsson, Kiel

Arnór Atlason, St. Raphael

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball

Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach

Kári Kristján Kristjánsson, Valur

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen

Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS

Ég og Svili dreknir! :(

A photo posted by @kunirara on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×