Handbolti

Dujshebaev varar menn við að vanmeta Dag og lærisveina hans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Talant Dujshebaev á son, Alex, í spænska landsliðinu.
Talant Dujshebaev á son, Alex, í spænska landsliðinu. vísir/getty
Talant Dujshebaev, einn besti handboltamaður sögunnar, telur að sex lið geti unnið HM í handbolta sem hefst á morgun.

Þar á meðal eru Pólverjar, sem sumir telja að geti komið á óvart, og Svíar. Ekki margir búast við miklu af sænska landsliðinu, ekki einu sinni framkvæmdastjóri sænsku landsliðanna, goðsögnin Steven Lövgren.

Dujshebaev tók upp spænskt ríkisfang snemma á sínum ferli og spilaði á fjölda stórmóta með Spáni. Aðspurður hvort hans menn geti varið heimsmeistaratitilinn í Doha segir hann:

„Aðeins örfáar þjóðir hafa varið titilinn eins og Frakkar 2009 og 2011. Að mínu mati geta allt að sex lið unnið gullið, en það eru Danir, Frakkar, Króatar, Spánverjar, Pólverjar og Svíar.

Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður þýska landsliðsins, hefur enga trú á Degi Sigurðssyni og sínum mönnum eins og kom fram í síðustu viku. En Dujshebaev er á öðru máli.

„Það skal enginn vanmeta þýska liðið þó það hafi komist á mótið bakdyramegin,“ segir hann.

Dujshebaev, sem þjálfar pólska stórliðið Vice Tauron Kielce og ungverska landsliðið í dag, ætlar ekki til Doha heldur verður hann með þriggja vikna æfingabúðir fyrir ungverska liðið. Það tapaði í umspili um sæti á HM gegn Slóvenum og verður ekki með Katar.

„Mig langaði mikil til að fara til Doha og verða vitni að þessu frábæra móti. Ungverjar vonuðust til að fá þátttökurétt á mótinu alvag þar til á síðustu mínútu, en því miður fengum við ekki að vera með. Í staðinn verðum við í þriggja vikna æfingabúðum til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur,“ segir Talant Dujshebaev.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×