Handbolti

Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. vísir/getty
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM.

Dagur spáir því nefnilega að Guðmundur Guðmundsson muni gera Dani að heimsmeisturum í Katar.

„Danmörk, Frakkland, Króatía og Spánn. Eitt af þessum liðum mun vinna HM. Ef ég þyrfti að velja eitt lið þá myndi ég setja minn pening á Danmörk," sagði Dagur við þýska fjölmiðla.

Þýska liðið kom til Doha í gær rétt eins og íslenska liðið. Fyrsti leikur þýska liðsins er gegn Póllandi á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×