Handbolti

Spánverjar áttu sex markahæstu leikmenn vallarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valero Rivera skoraði sjö mörk fyrir spænska liðið.
Valero Rivera skoraði sjö mörk fyrir spænska liðið. Vísir/AFP
Heimsmeistarar Spánverjar áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna Síle í fyrsta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar en spænska liðið vann á endanum 21 marks sigur, 37-16.

Spánverjar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína en þessi var sá langauðveldasti hjá liðinu en áður hafði spænska liðið unnu fimm marka sigur á Hvít-Rússum og tveggja marka sigur á Brasilíumönnum.

Spænska liðið var 14-7 yfir í hálfleik en gerði svo endanlega út um leikinn með því að skora átt af fyrstu níu mörkunum í seinni hálfleik.

Það er gott dæmi um yfirburði spænska landsliðsins að sex markahæstu leikmenn vallarins voru Spánverjar. Guillermo Araya og Javier Frelijj voru markahæstir hjá Síle með þrjú mörk hvor en sex leikmenn spænska liðsins skoruðu fjögur mörk eða fleiri.

Valero Rivera var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk og Cristian Ugalde skoraði sex mörk. Gonzalo Pérez de Vargas stóð í markinu og varði 18 skot eða 53 prósent skota sem komu á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×