Lífið

Erpur setur saman Mýrarboltalið

Bjarki Ármannsson skrifar
Erpur segir að nýja liðið verði "illa gott“.
Erpur segir að nýja liðið verði "illa gott“.
„Við rúllum þessu upp á næsta ári,“ segir Erpur Eyvindarson tónlistarmaður um liðið sem hann hyggst setja saman og skrá til leiks í Mýrarboltanum á Ísafirði á næsta ári. Liðið mun koma til með að heita Maradona Social Club og er einn angi samnefnds klúbbs Erps og félaga sem snýst um að tileinka sér líferni argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona.

„Þetta verður allt í anda Maradona,“ útskýrir Erpur. „Menn verða kolbleisaðir en skila tuðrunni í markið.“

Maradona var ekki síður þekktur fyrir uppátæki sín utan vallar en fimi sína inni á vellinum og undirflokkar klúbbsins eru meðal annars romm- og vindlaklúbburinn Rommstúkan, ferðafélagið Blackout og kynlífsklúbburinn Brúðarkjóllinn. Sá síðastnefndi er að sögn Erps „ekkert sérstaklega aktífur“.

Eins og allir vita sem tekið hafa þátt í mýrarbolta tekur talsvert á að hreyfa sig í drullunni fyrir vestan. Erpur hefur þó engar áhyggjur af því að Maradona-menn verði ekki í nógu góðu formi.

„Við erum að vinna með fjöldann,“ segir Erpur. „Sameiginlegt þol okkar er gríðarlegt. Menn verða ekkert lengur inni á en bara til að skora sitt mark og svo kemur næsti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×