Lífið

Bimmbamm sýndi fjölnota hillu

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar
Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, skipar hönnunartvíeykið Bimmbamm ásamt Smára Frey Smárasyni. Þau kynntu nýja hillu á Hönnunarmars. Björgvin Freyr Smárason er með mömmu sinni á myndinni.
Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, skipar hönnunartvíeykið Bimmbamm ásamt Smára Frey Smárasyni. Þau kynntu nýja hillu á Hönnunarmars. Björgvin Freyr Smárason er með mömmu sinni á myndinni. mynd/gva
Hillan bíður upp á áhugaverða möguleika fyrir heimilið og er hugsuð til dæmis í eldhúsið, stofuna eða í forstofuna. Hún heldur vel utan um uppáhaldshlutina,“ segir Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður en hún kynnti hilluna Rigel í versluninni Epal á Hönnunarmars, ásamt Smára Frey Smárasyni.

Saman hanna þau undir merkinu Bimmbamm og er Rigel fyrsta varan í heimilislínu Bimmbamm.

„Við leggjum áherslu á fallegar og nýstárlegar vörur fyrir heimilið. Rigel er einstakur karakter með margar hliðar eins og við flest,“ segir Guðrún Edda.

Á hilluna má bæði hengja á snaga á hlið hennar og smeygja herðatré í göt. Ofan á hana og inn í er svo hægt að raða bókum eða öðrum hlutum.

Rigel-hillurnar eru smíðaðar á verkstæði Bimmbamm og eru fáanlegar í fjórum litum, myntugrænum, hvítum, svörtum og kóral. Nánari upplýsingar er að finna á www.bimmbamm.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×