Sport

Íslenska Ólympíufólkið út um alla Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Skíðasamband Íslands
Íslenski Ólympíuhópurinn fór um helgina til æfinga og keppni en með því hófst lokaundirbúningur þeirra fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi sem verða settir 7. febrúar. Íslenska keppnisfólkið verður úti um alla Evrópu fram að leikunum.

Þau Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson og María Guðmundsdóttir (keppa öll í svigi og stórsvigi) eru við æfingar í Innerkrems í Austurríki ásamt landsliðsþjálfaranum Fjalari Úlfarssyni. Munu þau vera þar til 4.febrúar og taka þátt í tveim mótum um mánaðarmótin.

Helga María Vilhjálmsdóttir (svig, stórsvig og risasvig) er stödd í Noregi þar sem hún stundar nám. Hún mun taka þátt á hraðagreina æfingum og mótum þangað til hún fer til Sotsjí, en hún er eini keppandinn sem mun keppa í hraðgreinum þar.

Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson (sprettganga og 15 km ganga) er á Ítalíu og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum, einnig mun hann taka þátt í heimsbikarmóti í Toblach.

Sævar Birgisson mun keppa fyrstur íslensku keppendanna þegar hann tekur þátt í sprettgöngu 11. febrúar. Helga María verður svo fyrst af alpagreinahópnum til að keppa þegar hún tekur þátt í risasvigi þann 15.febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×