Lífið

Hreinlæti og skipulag til fyrirmyndar

Frosti Logason skrifar
Síðasti áfangastaður AsíAfríku ferðalagsins var sjálf höfuðborg Japans, hin margrómaða Tókýó. 

Tókýó var svo sannarlega allt öðruvísi staður en þeir sem við höfðum heimsótt fram að þessu í ferðinni og skar hún sig þá kannski sérstaklega úr hvað varðar hreinlæti og skipulag.

Borgin er gríðarlega fjölmenn og þar er mikið að sjá. Að vera í Tókýó er svolítið eins og að vera á annarri plánetu. Þarna er frábært að skemmta sér, borða góðan mat og njóta lífsins. 

Skoðið endilega myndbandið hér að ofan. 



Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu  AsíAfríka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×