Innlent

Sextíu skjálftar við Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/egill

Síðasta sólarhring hafa mælst rúmlega sextíu skjálftar við Bárðarbungu, litlu færri en á sama tíma í gær.

Einn skjálfti yfir fimm stigum varð kl. 22:39 í gærkveldi 5,1 að stærð. Skjálftar milli 4 og 5 að stærð voru fimm. Aðrir minni.

Lítil virkni hefur verið í bergganginum. Lítið sést til gossins á vefmyndavélum en gufustrókur var þó merkjanlegur á vefmyndavél MOGT á Vaðöldu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.