Innlent

Verkfall tónlistarkennara í heimsfréttirnar

Jakob Bjarnar skrifar
Verkfall tónlistarmanna á Íslandi vekur athygli úti í hinum stóra heimi.
Verkfall tónlistarmanna á Íslandi vekur athygli úti í hinum stóra heimi.

CNN, ein stærsta fréttaveita veraldar, fjallar um verkfall íslenskra tónlistarkennara og má finna þá umfjöllun á vefsíðu veitunnar; þar sem sjá má bæði myndir og vídeóklippur.

Það vekur athygli tíðindamanns CNN að tónlistarkennarar þurfi að standa í því að krefjast sambærilegra launa og aðrir kennarar. Þá segir jafnframt frá því að lögreglumenn sem hafa gætur á mótmælastöðu tónlistarkennarana, sem hafa mætt með hljóðfæri sín til mótmæla, kunni vel að meta tónlistina sem boðið er uppá við þetta tækifæri.Fleiri fréttir

Sjá meira