Innlent

Óbreytt ástand við Bárðarbungu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Egill
Jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu heldur sínu striki eins og verið hefur, en sex skjálftar um og yfir fjórum að stærð hafa orðið síðasta sólarhringinn við brún öskjunnar. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands voru allir nema einn við norðurbrún öskjunnar.

Stærsti skjálftinn var 5,2 að stærð og varð hann um hálf tíu leytið í gærkvöldi. Þá var einn 4,8 að stærð rúmlega sjö í gær og annar 4,7 hálf þrjú leytið í nótt.

Sig öskjunnar virðist óbreytt samkvæmt mælitækjum, en slæmt skyggni er á svæðinu og ekkert hefur sést til gossins á vefmyndavélum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×