Lífið

Fjölskyldan öll á einu hjóli

Frosti Logason skrifar
Á Indlandi eru mótorhjól afar vinsæll og hentugur farkostur. Í stórum borgum eins og Delí og Múmbaí getur umferðin verið hræðilega þung og oft erfitt að komast á milli staða á hefðbundnum fólksbílum.

Indverjar hafa því tileinkað sér nýtingu vélfáksins í auknum mæli og sér maður þá iðulega þeysast inn á milli og fram fyrir hina sem sitja með sárt ennið eftir í erfiðum umferðarhnútum.

Enn athygliverðara er svo að sjá þá nota hjólin til langferða á þjóðvegum landsins. Þar eru sjaldnast færri en þrír á hverju hjóli og oft sér maður heilu fjölskyldurnar sitja saman, alsælar og í miklum makindum á einu og sama hjólinu.

Meðfylgjandi ljósmyndir hér að neðan tók ég á ferðalagi okkar á milli borganna Jaipur og Agra í gær. Allar myndirnar eru teknar á ferð út um glugga á bíl með LG G3 myndavélasíma.



Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×