Innlent

Blóðrauð sól í Fljótshlíðinni

mynd/Már Guðnason
Það var blóðrauð sólarupprás í Fljótshlíðinni í morgun þegar sólin lýsti upp mengunarskýið frá gosinu í Holuhrauni.

Lægð er í landslaginu þar sem Fljótshlíðin endar til austurs og þar til Emstrur taka við og læddist skýið þar niður í Fljótshlíðina um klukkan hálf átta í morgun þegar Már Guðnason átti þar leið hjá og tók myndir af rauðri sólinni sem sjá má á meðfylgjandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×