Lífið

Meistaraverk mógúlskrar byggingalistar

Frosti Logason skrifar
Að ferðast um Indland er ótrúleg lífreynsla sem gleymist seint. Í landinu býr tæplega 1.3 milljarður manna og fólksmergðin því engri lík.

Þar er mikil fátækt og ennþá meiri óreiða en samt gengur þetta allt upp einhvernveginn. Að upplifa þetta frá fyrstu hendi er nánast óraunverulegt.

Þarna er að finna allt annan heim en þann sem íbúar vesturlanda eiga að venjast. Fyrir suma er þetta erfið reynsla. En með hæfilegri jákvæðni og nóg af almennri skynsemi ætti upplifunin alltaf að vera góð. Það er okkar reynsla.

Indland hefur að geyma afar merkilega menningu, stórbrotna náttúru og frábæran mat. Hér að ofan má sjá síðasta myndbandið okkar frá þessu magnaða landi. Þar segir meðal annars frá ferðalagi okkar til borganna Jaipur og Agra. Næst verður það Suður-Afríka.

kveðja,

Frosti



Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu 
AsíAfríka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×