Íslenski boltinn

„Fundum boltann sem Kjartan Henry skaut yfir úr vítinu fljótandi við Hrísey“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Pjetur

Jóhann Helgi Hannesson sendi Kjartani Henry Finnbogasyni kaldar kveðjur á samskiptasíðunni Twitter í gærkvöldi eftir 2-0 sigur Þórs á KR í Pepsi-deildinni.

Þór vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturunum með tveimur glæsilegum mörkum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.

Kjartan Henry fékk færi til þess að minnka muninn undir lok leiksins þegar dæmd var vítaspyrna á Orra Sigurjónsson. Kjartani brást hins vegar bogalistin og fór vítið hátt yfir markið.

Jóhann Helgi grínaðist með það á Twitter að hann hefði fundið boltann við sjóstangveiði rétt fyrir utan Hrísey en tíst Jóhanns má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.