Lífið

Keppa við karlana sína

Rikka og hópurinn klár í slaginn.
Rikka og hópurinn klár í slaginn. Mynd/Einkasafn
„Ég er allavega ekki orðin stressuð ennþá, en hlakka þó ótrúlega mikið til,“ segir stjörnukokkurinn og gleðigjafinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, en hún heldur af stað ásamt félögum sínum hjá Stöð 2 í ferðalag um landið í fyrramálið.

Um er að ræða hjólreiðakeppnina Wow Cyclothon, til styrktar bæklunarskurðdeild Landspítalans, en í keppninni keppir fjöldi liða. „Við höfum í dag verið að ná okkur í alls kyns varning frá styrktaraðilum okkar og erum búin að byrgja okkur vel upp fyrir ferðalagið,“ bætir Rikka við.

Stöð 2 hópurinn stefnir á að klára hringinn, sem er 1.332 kílómetrar að lengd, á tveimur til tveimur og hálfum sólarhring. „Okkur langar þó mest bara að vinna söfnunina.“

Þrjár konur í liði Stöðvar 2 eru þó að fara etja kappi við maka sína í öðrum liðum. „Ég, Telma L. Tómasson og Elísabet Margeirsdóttir erum allar að keppa við karlana okkar, það kveikir enn frekar í keppnisskapinu,“ segir Rikka og hlær.

Þeir sem vilja styðja við bakið á Rikku og félögum geta styrkt lið hennar hér og einnig má fylgjast með ævintýrinu á fésbókarsíðu liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×