Innlent

Hótel vantar í Skagafjörð

Þeir Skagfirðingar sem Stóru málin ræddu við fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vilja að menn beiti sér fyrir alls kyns framfaramálum á næsta kjörtímabili. Koma upp reiðvegum inn eftir firðinum öllum, malbika Reykjaströndina, redda dagforeldrum og sumir sögðu að það bráðvantaði hótel í bæinn svo deila mætti skagfirsku sælunni með aðkomumönnum.

Lóa Pind Aldísardóttir ræddi við íbúa um hvað brýnast væri að gera á næsta kjörtímabili og hvaða hitamál hafi verið á núverandi tímabili.

Hún ræddi einnig við oddvita stærsta meirihlutaflokksins og stærsta minnihlutaflokksins. Þau Stefán Vagn Stefánsson, oddvita Framsóknarflokksins, og Sigríði Svavarsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×