Innlent

Kolaportið í miðbænum næstu tíu árin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sölubás í Kolaportinu.
Sölubás í Kolaportinu. Vísir/Vilhelm
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag samning við fjármálaráðuneytið og Fasteignir ríkisins um húsnæði Kolaportsins. Samningurinn tryggir framtíð starfseminnar næstu tíu árin hið minnsta.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, greinir frá þessu á Fésbókarsíðu sinni. Hann segir að í samningnum felist að horfið sé frá því að breyta þaki Tollhússins í bílastæði og kljúfa húsið með rampa. Þess í stað leggur borgin fram fjármuni til að gera norðurhlið hússins fallegri og aðgengilegri.

„Ég hef lengi unnið að þessu máli í nánu og góðu samráði við forystufólk Kolaportsins og tollstjóra, auk starfsfólk fjármálaráðuneytisins og vil ég þakka þeim öllum fyrir gott samstarf,“ segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×