Innlent

Íslensk stelpa leitar uppruna síns - Óskar eftir aðstoð almennings

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Árið 2007 komst Linda Rut Sigríðardóttir að því að maðurinn sem hún hélt að væri blóðfaðir hennar væri það ekki.

„Ég ætlaði sko aldeilis að sýna þeim að hann væri blóðfaðir minn og fór í DNA próf, sem síðan leiddi hið rétta í ljós,“ segir Linda. Linda á einnig fósturföður sem hún segir hafa verið sér sem klettur alla ævi.

Móðir hennar sagði henni þá alla söguna, en hún var einungis sextán ára gömul þegar hún eignaðist Lindu. Föðurafi Lindu átti til mynd af blóðföður hennar og upphófst leitin skömmu síðar.

Árið 2011 réði Linda sér einkaspæjara. Hún fékk heimilisfang hjá manni sem hann taldi vera föður hennar. Hún fann þá símanúmer sem passaði við heimilisfangið og hringdi, en reyndist sá maður ekki vera faðir hennar.

Blóðfaðir hennar heitir Richard Guildford og vann hann í verbúð í Súðavík á árunum 1987-1989. Hann er breskur og fæddur árið 1959.  Linda biðlar til fólks að hjálpa sér í leit sinni að uppruna sínum.

„Núna geng ég með annað barn mitt. Þess vegna fór ég að velta þessu fyrir mér. Hver er uppruninn? Hver er hinn helmingurinn?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×