Sport

Bein útsending: AK Extreme 2014

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Stokkið verður yfir gáma í kvöld.
Stokkið verður yfir gáma í kvöld.
Hápunktur AK Extreme hátíðarinnar fer fram í kvöld í Gilinu á Akureyri og hefst klukkan 21.00.  Um er að ræða svokallaða Big Jump/Gámastökks keppni Eimskips. Keppnin verður sýnd í beinni hér á Vísi og má sjá útsendinguna hér að ofan.

Tuttugu færustu snjóbrettamenn Íslands keppa um AK Extreme titilinn og hringinn sem fylgir titlinum. Meðal keppenda eru þeir Halldór Helgason, Eiríkur Helgason, Guðlaugur Hólm Guðmundsson og Einar Stefánsson. Einnig koma tveir keppendur frá Austurríki; þeir David Pils og Max Glatzl.

Í gær og fyrradag fóru fram tónleikar tengdir hátíðinni. Sama verður uppi á teningnum í kvöld. Meðal hljómsveita sem koma fram á AK Extreme í ár eru Brain Police, Sólstafir, Highlands,Vök, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti, Últra Mega Techno Bandið Stefán, Endless Dark, Logi Pedro, DJ Thor, Larry Brd, Mafama. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×