Tónlist

Kaleo sigursælir á Hlustendaverðlaununum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hljómsveitin Kaleo vann til þrennra verðlauna.
Hljómsveitin Kaleo vann til þrennra verðlauna.

Hljómsveitin Kaleo var sigursæl á Hlustendaverðlaununum 2014 sem fram fóru í Háskólabíói í kvöld. Sveitin vann til þrennra verðlauna en hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 kusu um það á Vísi hvað stóð upp úr á síðasta ári í íslenskri tónlist.

Fjölmörg tónlistaratriði voru á dagskrá. Meðal þeirra voru Kaleo, Emilíana Torrini, Lay Low, Skálmöld, Jón Jónsson, Dikta, Leaves, Friðrik Dór, Steindi JR og Bent. Kynnar kvöldsins voru Sverrir Þór Sverrisson og Saga Garðarsdóttir.

Verðlaunahafar:

Nýliði ársins: Kaleo
Myndband ársins: Gleipnir - Skálmöld
Erlenda lag ársins: Get Lucky - Daft Punk
Söngvari ársins: Jökull Júlíusson - Kaleo
Söngkona ársins: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir - Of Monsters And Men
Lag ársins: Mamma þarf að djamma - Baggalútur og Jóhanna Guðrún
Plata ársins: Kaleo - Kaleo
Flytjandi ársins: Of Monsters And Men

Twitter-færslur merktar #Hlustendaverðlaunin

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.