Innlent

Græðgi klúðraði makríldeilunni

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og stjórnmálafræðingur, ræddi ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum Íslendinga við ESB, Norðmenn og Færeyinga í makríldeilunni í Stóru málunum í kvöld.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt að í samningnum sem þessir aðilar gerðu sín á milli í makríldeilunni þann 12. mars hafi sjálfbærninni verið hent fyrir róða.

ESB, Færeyingar og Norðmenn hafi verið tilbúnir að gera samning sem byggist á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins.

Kristinn sagði hins vegar í Stóru málunum í kvöld að Íslendingar hafi gert mistök við samningaborðið, þeir hafi spilað samning út úr höndunum.

„Við gátum fengið sams konar samning og Færeyingar, en menn spiluðu því út úr höndunum á sér vegna þess að menn voru of gráðugir.“ Sjávarútvegsráðherra var ekki sáttur við orð Kristins, og sagði þetta ömurleg lokaorð í garð Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×