Sport

Ólafur Garðar sleit hásin öðru sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Garðar Gunnarsson.
Ólafur Garðar Gunnarsson. Vísir/AFP
Fimleikakappinn Ólafur Garðar Gunnarsson úr Gerplu varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu í gær.

Ólafur Garðar er eins og fleira fimleikafólk að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í áhaldafimleikum sem haldið verður í Laugardalnum um helgina en nú er ljóst að hann fær ekki tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitla sína.

Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem hann slítur hásin en síðast gerðist það í upphitun fyrir bikarmót fyrir tveimur árum síðan. Þá var hann í endurhæfingu í átta mánuði og kom sterkur til baka.

Ólafur vann til að mynda silfurverðlaun í tvíslá á Norður-Evrópumótinu og vann svo fern gullverðlaun á Íslandsmótinu í fyrra. Hann vann einnig bronsverðalun í keppni á bogahesti á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í fyrra.

Þetta er einnig áfall fyrir íslenska landsliðið í fimleikum þar sem það verður án hans á bæði Evrópumótinu í maí og HM í japan næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×