Lífið samstarf

Skálað fyrir heilögum Patreki

Haldið er upp á heilagan Patrek víða um heim með skrautlegum skrúðgöngum og mikilli gleði.
Haldið er upp á heilagan Patrek víða um heim með skrautlegum skrúðgöngum og mikilli gleði.
Dagur heilags Patreks, St. Patrick‘s day, verður haldinn hátíðlegur á mánudag. Á þeim degi gera Írar sér dagamun og halda veglega þjóðhátíð. Hátíðin er sömuleiðis viðamikil í Bandaríkjunum og í fleiri löndum þar sem margir burtfluttir Írar búa. Skrautlegar skrúðgöngur eru farnar í Dyflini, New York, Los Angeles og fleiri borgum, allt til heiðurs heilögum Patreki.

Saga heilags Patreks er fróðleg. Hann fæddist á Bretlandi en var numinn brott af írskum sjóræningjum og haldið í ánauð í sex ár. Patrekur lærði til prests og ferðaðist víða sem trúboði, meðal annars var um tíma talið að hann hefði komið við á Patreksfirði en sú saga þykir ótrúverð. Hann er sagður vera ástæðan fyrir því að Írar halda upp á músasmárann eða þriggja laufa smára þar sem Heilagur Patrekur útskýrði fyrir írskum konungi og hirð hans hugmyndarfræðina á bakvið heilaga þrenningu.

Heilagur Patrekur er verndardýrlingur Írlands og er hafður í hávegum þar í landi, sem og öðrum löndum. Barir hér á landi hafa einnig tekið upp þennan sið og margir koma á enska pöbba 17. mars og skála í ekta írskum, dökkum og freyðandi Guinnes bjór í tilefni dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×