Íslenski boltinn

Þrjár íslenskar konur dæma á La Manga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúna Kristín Stefánsdóttir (lengst til vinstri) og Bríet Bragadóttir (lengst til hægri) voru aðstoðardómarar Vilhjálmus Alvars Þórarinssonar í bikarúrslitaleik kvenna á síðasta tímabili.
Rúna Kristín Stefánsdóttir (lengst til vinstri) og Bríet Bragadóttir (lengst til hægri) voru aðstoðardómarar Vilhjálmus Alvars Þórarinssonar í bikarúrslitaleik kvenna á síðasta tímabili. Vísir/Daníel
Konurnar eru líka að fá verkefni erlendis eins og íslensku karlkynsdómararnir og heimasíða Knattspyrnusambands Íslands segir frá því í dag að þrjár íslenskar konur séu á leiðinni til suður Spánar í byrjun mars.

Bríet Bragadóttir dómari og aðstoðardómararnir Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir, munu dæma á æfingamóti U23 landsliða kvenna sem fram fer á La Manga á Spáni.  

Æfingamótið er í umsjón norska knattspyrnusambandsins og hefst nú í byrjun mars. Þarna fá þær tækifæri til að dæma hjá mörgum af efnilegri knattspyrnukonum heimsins.

Íslensku stelpurnar munu starfa sem teymi á þremur leikjum. Þær dæma leik Englands og Svíþjóðar sem fer fram laugardaginn 1. mars, svo dæma þær leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar sem fer fram mánudaginn 3. mars og loks dæma þær leik Noregs og Bandaríkjanna sem fer fram miðvikudaginn 5. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×