Lífið kynningar

Nike með íslensk módel í myndatöku fyrir nýja línu

Nýja Nike PRO línan fyrir konur er nú loks komin í verslanir hér á landi. Um er að ræða kvenlegri snið, fallegri liti og algerlega endurbætt útlit á línunni fyrir konur frá því sem áður var.

Línan samanstendur af toppum, ermalausum- stutterma- og langerma bolum og buxum í öllum síddum. Bæði er hægt að nota fatnaðinn sem innanundirfatnað eins og til dæmis hjólabuxurnar en einnig eru flíkurnar notaðar einar og sér þar sem engin lögmál gilda um litadýrð en skemmtilegt er að blanda saman mynstrum og litum.

Fatnaðurinn hentar allri íþróttaiðkun hvort sem um ræðir hlaup, crossfit eða yoga svo dæmi séu nefnd.  Nike fékk að þessu sinni með sér í lið ungar íslenskar íþróttakonur til þess að vera andlit og ímynd línunnar.

Fyrirsæturnar eru Nótt Jónsdóttir, Elín Metta Jensen, Guðbjörg Loftsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir, Katrín Ösp Jónasdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Embla Rut Haraldsdóttir og Helga Gabríela Sigurðardóttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.