Sport

Þjóðverji datt og færði Finnum gullið | Myndband

Það stefndi allt í æsilegan endasprett milli Þjóðverja, Finna og Rússa í liðaboðgöngu karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.

Þessar þjóðir voru í forystu og öruggt að þær myndu berjast um verðlaun en þegar var komið niður síðustu brekkuna datt Þjóðverjinn Tim Tscharnke illa og var nálægt því að fella Rússann líka.

Rússneski skíðagöngukappinn þurfti að ná jafnvæginu og á meðan stakk sá finnski af og vann gull fyrir sína þjóð. Þetta er í annað skipti sem keppt er í þessari grein á Vetrarólympíuleikunum.

Þjóðverjinn reif sig ekki á fætur samstundis heldur lá í snjónum og leyfði sænska liðinu að hirða bronsið. Norðmenn, sem unnu karlaboðgönguna fyrir fjórum árum, þurftu að sætta sig við bronsið.

Norðmenn gátu þó fagnað gullverðlaunum í kvennaflokki því þær Marit Björgen og Ingvild Flugstad Östberg unnu öruggan sigur. Finnar fengu þar silfur og Svíar brons.

Þetta eru önnur gullverðlaun Marit Björgen á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 12

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tólfti keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×