Sport

Helga María náði öðru sæti í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga María Vilhjálmsdóttir.
Helga María Vilhjálmsdóttir. Mynd/SKÍ
Ólympíufarinn Helga María Vilhjálmsdóttir stóð sig frábærlega á stórsvigsmóti í Norefjell í dag en hún náði þá öðru sætinu.

Helga María er í lokaundirbúningi sínum fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi þar sem hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi.

Helga María fékk 28.23 FIS punkta fyrir frammistöðu sína og bætti sig mikið enda var hún með 39.22 FIS punkta á heimslistanum fyrir mótið. Það er best að vera með sem lægst FIS-stig.

Hin norska Anna Kristin Lysdahl vann mótið en hún var 48 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Helgu Maríu. Helga María var eini keppendinn utan Noregs meðal þeirra tíu efstu.

Þrjár aðrar íslenskar stúlkur tóku þátt á mótinu í Norefjell í dag. Unglingaliðsstúlkan Thelma Rut Jóhannsdóttir endaði í tólfta sæti, Auður Brynja Sölvadóttir varð í 15.sæti og Rannveig Jónsdóttir endaði í 16.sæti.

Þetta er annað silfur Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á FIS-móti á tímabilinu en hún varð einnig í 2. sæti á stórsvigsmóti í Trysilí desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×