Erlent

Pútín herðir lög gegn mótmælum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur staðfest breytingar á umdeildum lögum, sem hraðað var í gegnum rússneska þingið á síðasta ári.

Upphaflegu lögin torvelduðu almenningi í Rússlandi mjög að efna til mótmæla, en nýju lögin herða enn frekar refsingu við brotum.

Þetta gerir Pútín stuttu fyrir upphaf Vetrar-Ólympíuleikanna í Sotsjí, og auðveldar rússneskum stjórnvöldum þar með að hindra öll mótmæli gegn stöðu samkynhneigðra í Rússlandi.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt upphaflegu lögin harðlega fyrir það hve óljóst orðalag þeirra er, þannig að hægt sé að nota þau til að þagga niður í hvers kyns gagnrýni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×