Sport

Baðherbergi með tveimur klósettum í Sotsjí vekur mikla athygli

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
MYND/AP
Baðherbergi með tveimur klósettum hefur vakið athygli gesta Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí. Myndir af klósettunum hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum á borð við Twitter. Guardian segir frá.

Það var fréttaritari BBC í Moskvu, Steve Rosenberg, sem fyrstur vakti athygli á klósettunum með færslu á Twitter: „Sé tvöfalt á karlaklósettinu í skíðaskotfimi-miðstöðinni í Sotsjí“.

Fleiri hafa tíst um klósettin og tekið af þeim myndir. Athygli hefur vakið að við hvort klósettið fyrir sig var klósettbursti en aftur á móti var aðeins ein ruslatunna á milli klósettanna. Þar gætu hendur þeirra sem væru samtímis á klósettinu snerst hafa einhverjir bent á.

Valdamenn á svæðinu hafa reynt að gera sem minnst úr þessu og segja að Rosenberg hafi einmitt notað klósettið þegar skilrúm milli klósettanna hafi verið tekið niður en til hafi staðið að breyta baðherberginu í geymslurými.

Rýmið eftir að klósettin voru fjarlægð.
Ljósmyndarinn Alexander Demianchuk fór og tók aðra mynd af baðherberginu og rétt er að klósettin hafa verið fjarlægð en það hefur aftur á móti gleymst að taka klósettpappírinn. Það hefur gefið tilefni til fleiri tísta og brandara um tvöföldu klósettin í Sotsjí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×