Sport

Forsetahjónin hittu íslensku Ólympíufarana í Sotsjí

Forsetahjónin með íslenska hópnum.
Forsetahjónin með íslenska hópnum. mynd/ísí
Íslenski Ólympíuhópurinn var boðinn velkominn á leikana í Sotsjí í dag með sérstakri móttökuhátíð í Ólympíuþorpinu.  Viðstödd voru forsetahjónin, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, sem og forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal og eiginkona hans Soffía Ófeigsdóttir.

Mótttökuhátíðin í dag var glæsileg og með Íslandi voru þrjár aðrar þjóðir boðnar velkomnar; Venesúela, Perú og Bresku jómfrúareyjarnar.  

Flutt voru tónlistaratriði auk þess sem að þjóðsöngvar landanna voru leiknir.  Aðalfararstjóri íslenska hópsins, Andri Stefánsson, færði borgarstjóra Ólympíuþorpsins gjöf, en um var að ræða stein úr íslenskri náttúru í glerramma.  

Gjöf borgarstjórans, sem er Svetlana Zhurova gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikum, var dæmigerð rússnesk babúska merkt Sochi 2014.

Forsetahjónin skoðuðu einnig vistarverur íslenska hópsins og snæddu hádegisverð í matsal Ólympíuþorpsins.  Leyst þeim vel á aðbúnað og hrósuðu þau mikið fjallasýninni í þorpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×