Erlent

Sakaruppgjöf samþykkt en með skilyrðum þó

Vísir/AFP
Þingið í Úkraínu hefur samþykkt lög þess efnis að mótmælendur sam handteknir hafa verið í róstum síðustu vikna, fá sakaruppjöf.

Stjórnarandstaðan á þingi sat þó hjá við atkvæðagreiðsluna og var hún ósátt við klausu í lögunum sem segir að sakaruppgjöfin taki ekki gildi fyrr en mótmælendur hafi allir yfirgefið opinberar byggingar sem þeir hafa haft á valdi sínu undanfarna daga.

Mótmælendur á götum borgarinnar virðast einnig taka illa í nýju lögin, sem áttu augljóslega að lægja öldurnar í landinu, sem sumir sérfræðingar telja að rambi á barmi borgarastyrjaldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×