Sport

Einar Kristinn stóð sig vel í Austurríki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Kristinn Kristgeirsson
Einar Kristinn Kristgeirsson Mynd/Heimasíða SKÍ
Íslensku Ólympíufararnir Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson kepptu í dag á svigmóti í Piesendorf í Austurríki en þeir eru í lokaundirbúningi sínum fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi.

Einar Kristinn skíðaði gríðarlega vel í dag og náði fimmtánda sæti á þessu sterka FIS-móti en hann fékk fyrir það 27.45 FIS punkta sem er besti árangur hans á erlendri grundu.  

Brynjar Jökull Guðmundsson fór ekki af stað í seinni ferð vegna smávægilegra meiðsla. Á morgun fer svo fram annað svigmót á sama stað.

Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson keppa báðir í svigi og stórsvigi á leikunum í Sotsjí en keppa þó ekki fyrr en 19. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×