Handbolti

Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir skýtur að marki í leiknum.
Ásgeir skýtur að marki í leiknum. Vísir/Daníel
Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27.

Strákarnir byrjuðu illa í leiknum en Ásgeir Örn hélt okkar mönnum á floti fyrsta stundarfjórðunginn er hann skoraði þrjú af fjórum mörkum Íslands.

„Ég hitti á góðar mínútur í byrjun og það var ljómandi. Það var bara allt inni hjá mér,“ sagði Ásgeir Örn í samtali við Rúv eftir leikinn.

„En það var ekkert í þeirra leik sem kom okkur á óvart. Þeir drápu niður hraðann í leiknum með því að spila lengi og leiðinlega. Svo lauma þeir inn mörkum og þá urðum við óþolinmóðir.“

Ásgeir Örn fékk tækifæri til að skora mark á lokasekúnum Íslands þegar hann komst einn gegn markverði Makedóníu. En hann skaut yfir markið.

„Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta var hrikalegt,“ sagði hann og brosti. „Ég var orðinn svo spenntur að skora að ég gleymdi að setja hann í netið.“


Tengdar fréttir

Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar

"Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×