Handbolti

Rúnar: Við vorum svalir

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Rúnar á ferðinni í dag.
Rúnar á ferðinni í dag. vísir/daníel
"Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag.

"Ég hafði góða tilfinningu og var hundrað prósent á því að við myndum vinna þennan leik. Við vorum svalir og allan tímann með yfirhöndina. Við vorum klaufar að hafa ekki slitið þá betur frá okkur fyrr.

"Það var ekkert stress og það sást á lokasókninni sem var fáranlega vel framkvæmd. Það var fínt að klára sigur.

"Við eigum sterka Dani eftir en þeir voru sannfærandi gegn Spánverjum þó svo þeir hafi ekki verið alveg upp á sitt besta í riðlinum. Það verður gaman að glíma við þá."


Tengdar fréttir

Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið

Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27.

Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar

"Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×