Handbolti

Aron Pálmars: Mótið er ekki búið hjá mér

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Aron fer á bekkinn snemma í leiknum.
Aron fer á bekkinn snemma í leiknum. vísir/daníel
Annan leikinn í röð þurfti Aron Pálmarsson að fá sér sæti á bekknum eftir nokkurra mínútna leik. Hann er meiddur og gat einfaldlega ekki meira í dag.

"Þetta var stutt og leiðinlegt. Ég fann til í hnénu og það gengur ekkert upp hjá mér. Ég er engu að síður mjög ánægður með stigin tvö sem við nældum í," sagði Aron svekktur eftir leikinn enda vill hann geta hjálpað liðinu meira.

"Ég er drullufúll að hnéð hafi ekki haldið hjá mér. Ef það er svona þá bara get ég ekki spilað. Ég held samt ekki að mótið sé búið hjá mér. Það var allt í góðu í gær en ég fann til í upphitun.

"Nú eru það svona 20 meðhöndlanir fram að næsta leik og svo sjáum við til hvernig ég verð þegar við mætum Dönunum."


Tengdar fréttir

Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið

Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27.

Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar

"Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag.

Rúnar: Við vorum svalir

"Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×