Sport

Ótrúleg saga Sævars Birgissonar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Sumarið 2010 þá lá ég meira eða minna. Ég var svo slæmur að ég gat eiginlega ekki gert neitt,“ segir skíðagöngukappinn og Ólympíufarinn Sævar Birgisson.

Sævar verður fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem hefjast í Rússlandi þann 7. febrúar. Það má kalla ótrúlegt miðað við öll þau vandræði sem Sævar hefur glímt við í baki og maga undanfarin ár.

„Topp 50 þá væri ég í skýjunum. Það eru svo margir með. Það verður ekki létt en ef ég næ í topp þrjátíu og kemst áfram þá væri það algjör draumur,“ segir Sævar um markmið sín fyrir leikana.

sævar ræddi málin við Valtý Björn Valtýsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Þá var Sævar í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×